Enski boltinn

Hiddink fær ekki að fara til Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink.
Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur sent Chelsea skýr skilaboð þess efnis að þjálfarinn Guus Hiddink sé ekki á lausu og félagið sé ekki klárt í neinar viðræður við félagið.

Hiddink er sterklega orðaður við endurkomu til Chelsea þessa dagana en almennt telja spekingar að dagar Carlo Ancelotti sem stjóri Chelsea séu taldir.

Hollenski þjálfarinn gerði það gott með Chelsea á sínum tíma og er efstur á lista veðbanka yfir líklega eftirmenn Ancelotti.

Hiddink stýrði Chelsea samhliða þjálfun rússneska landsliðins um tíma en Tyrkir eru ekki til í að lána Hiddink í slíkt verkefni.

"Það var aðeins í síðustu viku sem við meinuðum Ajax að ræða við hann. Samningur hans leyfir ekki að hann þjálfi félagslið á meðan hann er landsliðsþjálfari okkar," sagði talsmaður tyrkneska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×