Enski boltinn

Redknapp: Mourinho mun taka við af Sir Alex

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Redknapp og Mourinho eru fínir félagar.
Redknapp og Mourinho eru fínir félagar.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, býst við þvi að José Mourinho muni snúa aftur í enska boltann til þess að taka við Man. Utd er Sir Alex Ferguson hættir að þjálfa liðið.

Mourinho sjálfur hefur verið duglegur að minna á að hann hafi áhuga á því að koma aftur í enska boltann síðar. Eins og flestir vita stýrir hann Real Madrid í dag.

"Ég ber mikla virðingu fyrir Mourinho sem mér finnst vera frábær stjóri. Ég held að hann muni enda hjá Man. Utd en tel vera langt í það þar sem Sir Alex er ekkert að fara að hætta," sagði Redknapp.

"Í hvert skipti sem ég sé Sir Alex þá lítur hann út fyrir að vera yngri en þegar ég hitti hann síðast. Það eru engin þreytumerki á honum. Krafturinn í honum er ótrúlegur. Hann vill halda áfram þannig að José verður að bíða eitthvað lengur."

Redknapp segir að Mourinho sé einn fárra manna sem hafi nógu sterkan persónuleika til þess að taka við af Sir Alex.

"Vissulega er José hrokafullur en hvað er að því? Við spjölluðum eftir okkar leik á miðvikudag og þá sagði hann að enski boltinn væri hans náttúrulega umhverfi. Ég verð að vera sammála því. Hann er afar klár stjóri sem nýtur virðingar leikmanna sinna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×