Enski boltinn

Scholes: City er ekki einn af okkar aðalkeppinautum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Það telst til nokkurra tíðinda þegar hinn hlédrægi Paul Scholes gefur viðtal. Hann hefur nú gert það fyrir bikarleik Man. Utd og Man. City um helgina og hefur eflaust kveikt reiði stuðningsmanna City með orðum sínum.

City færist nær sínum fyrsta titli í 35 ár en Scholes og félagar ætla að sjá til þess að bið City verði að bíða aðeins lengur.

"Þegar liðið er aðeins í fjórða eða fimmta sæti tel ég ekki rétt að tala um það sem okkar keppinaut. Okkar aðalkeppinautar eru að sjálfsögðu Arsenal og Chelsea. City er bara keppinautur þar sem liðið er í sömu borg. Þetta er sama saga með Liverpool," sagði Scholes sem efast einnig um vilja leikmanna City til þess að ná árangri.

"Þeir fá endalausa peninga og það hvetur okkur enn til verka gegn þeim. Þeir eru örugglega orðnir pirraðir á því að hafa aðeins unnið okkur einu sinni síðan Sheikh Mansour eignaðist félagið. Við höfum náð að kreista út sigur í þessum leikjum sem hafa verið jafnir.

"Við höfum trú sem hjálpar okkur að leggja öll lið af velli. Er City með slíka trú? Ég er ekki viss. Eyðslusemi þeirra er ekki okkar vandamál samt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×