Enski boltinn

Hargreaves fer líklega frá Man. Utd í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hargreaves hefur aðallega verið í jakkafötunum hjá Man. Utd.
Hargreaves hefur aðallega verið í jakkafötunum hjá Man. Utd.
Ferill miðjumannsins Owen Hargreaves hefur verið ein samfelld sorgarsaga frá því hann gekk í raðir Man. Utd frá FC Bayern. Nú er ljóst að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð.

Frá því hann kom til félagsins árið 2007 hefur hann aðeins náð að spila 37 leiki sem er með hreinum ólíkindum. Þessi þrítugi miðjumaður náði aðeins að spila í 10 mínútur er hann komst loksins á völlinn gegn Wolves í nóvember.

Samningur leikmannsins við Man. Utd rennur út í sumar og er ansi líklegt að Man. Utd láti hann róa.

"Ég veit ekki hvað gerist í sumar. David Gill er búinn að spjalla við strákinn en við höfum ekki tekið neina ákvörðun," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×