Enski boltinn

Redknapp sagður ætla að losa sig við Gomes

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gomes er svolítill klaufabárður.
Gomes er svolítill klaufabárður.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur endanlega misst þolinmæðina í garð brasilíska markvarðarins Heurelho Gomes. Klaufamarkið gegn Real Madrid er sagt hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Redknapp.

Redknapp vildi þó ekki gagnrýna markvörðinn opinberlega eftir leikinn. Engu að síður er hermt að dagar hans hjá félaginu séu taldir.

Spurs er að skoða aðra möguleika í augnablikinu og meðal þeirra sem koma til greina eru landi Gomes, Diego Alves sem stendur á milli stanganna hjá spænska liðinu Almeria.

Maksym Koval hjá Dynamo Kiev er einnig sagður vera undir smásjá Spurs en hann er aðeins 18 ára gamall. Svo hefur Spurs einnig áhuga á Shay Given sem er að rotna á bekknum hjá Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×