Enski boltinn

Hermann vill enda ferilinn hjá Portsmouth

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth. Mynd/Getty
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth. Mynd/Getty
Hermann Hreiðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, talar hlýlega um félag sitt Portsmouth í viðtalið við breska dagblaðið The Sun. Hermann tjáir sig einnig um hvernig Hótel KEX við Skúlagötu varð að veruleika, en knattspyrnumennirnir Eiður Smári Guðjohnsen, Pétur Marteinsson og Hermann Hreiðarsson eiga allir hlut í hótelinu.

Hermann er aðeins einn af tveimur leikmönnum Portsmouth sem voru í bikarmeistaraliðinu árið 2008, en Nwankwo Kanu er einnig enn hjá þeim bláklæddu.

Síðan að Portsmouth varð enskur bikarmeistari hefur liðið gengið í gegnum margt. Portsmouth féll úr úrvalsdeildinni árið 2010 og hefur átt í gríðarlegum fjárhagslegum erfileikum.

Örlög Portsmouth hefur haft það í för með sér að leikmenn hafa leitað á önnur mið og róðurinn hefur verið erfiður fyrir Pompey. Liðið er sem stendur í 14. sæti ensku Championship deildarinnar.

„Ég vona innilega að ég geti leikið hjá Portsmouth á næsta tímabili og endað ferilinn minn þar," sagði Hermann Hreiðarsson við breska dagblaðið, The Sun.

„Alveg frá byrjun hefur mér liðið einstaklega vel hjá klúbbnum, þrátt fyrir alla þá erfileika sem félagið hefur þurft að ganga í gegn um".

„Fyrsta tímabilið var frábært hjá Portsmouth, við unnum enska bikarinn og stóðum okkur virkilega vel í deildinni, en bikarinn var án efa stærsta stund ferils míns. Síðastliðin þrjú ár hafa verið virkilega erfið fyrir félagið, en vandamál utan vallar hafa valdið því að liðið hefur þurft að ganga í gegnum örar mannabreytingar".

„Það var skýrt markmið hjá liðinu fyrir tímabilið að komast í umspilið, en það er nokkuð óraunhæft eins og staðan er núna. Til þess að komast í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni þurfum við að ná öll stig sem í boði eru".

„Þó svo að liðið komist ekki upp í efstu deild á næsta tímabili getum við farið stoltir í sumarfrí eftir ágætt tímabil, en við höfum að skipa virkilega þunnan leikmannahóp sem hefur gert okkur lífið leitt".

„Það var alltaf draumurinn okkar að stofna Hótel af þessari tegund," sagði Hermann um Hótel KEX sem hann og viðskiptafélagar hans stofnuðu árið 2010.

„Húsnæðið er fyrrum kexverksmiðja Í Reykjavík og við erum gríðarlega spenntir fyrir verkefninu".








Fleiri fréttir

Sjá meira


×