Enski boltinn

Ferdinand skýtur föstum skotum á Balotelli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, er ekki parsáttur með framkomu Mario Balotelli, leikmanni Machester City, eftir undanúrslitaleikinn í ensku bikarkeppninni í gær.



Balotelli rauk strax að aðdáendum andstæðingana eftir leikinn og sýndi þeim merkið á búningnum sínum, en slík hegðun getur haft verulegar afleiðingar.



„Ef maður vinnur svona stórann leik þá ferðu rakleitt til þinna eigin áhorfenda og fagnar með þeim,“ sagði Rio Ferdinand eftir leikinn í gær.



Ferdinand var heldur betur æstur eftir ósigurinn og það þurfti nokkrum sinnum að beina leikmanninum  frá liðsmönnum  Manchester City.



„Ég biðst afsökunar á hegðun minni eftir leikinn, ég brást of harkalega við, en svona hagar maður sér ekki“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×