Auðveldara að setja einstaklinga og fyrirtæki í gjaldþrot 17. apríl 2011 18:37 Lögmaður segir að Alþingi hafi gert innheimtuaðilum mun auðveldara en áður að setja einstaklinga og fyrirtæki í gjaldþrot með lagabreytingum á síðasta ári. Lögmaðurinn Tryggvi Agnarsson var verjandi fyrirtækis sem fékk kröfu um gjaldþrotaskipti hafnað nú fyrir helgi, líkt og fréttastofa greindi frá í gær. Hann segir að við breytingar á gjaldþrota- og aðfararlögum síðasta sumar hafi Alþingi gert innheimtuaðilum auðveldara og fljótlegra að gera menn gjaldþrota. Hann tiltekur einkum tvennar breytingar. Annarsvegar sé nú hægt að gera árangurslaust fjárnám án þess að gerðarþolinn mæti til sýslumanns, sem ekki var hægt áður. „Það byggðist auðvitað á því að það var nauðsynlegt að vita um þína eignastöðu, þú áttir að geta tjáð þig um hana þar," segir Tryggvi. „Svo breyta menn lögunum þannig að ef þú mætir ekki, þá er hægt að gera árangurslausa aðför hjá þér, og biðja um gjaldþrot á þínu búi á þeim grundvelli. Það var gert miklu þægilegra fyrir rukkarann, og fljótlegra, að setja þig á hausinn." Hins vegar sé nú hægt að krefjast gjaldþrotaskipta ef skuldari verður ekki við áskorun lánardrottins um að lýsa yfir getu sinni til að greiða lán sín. „Þá segir bara bankinn við þig; við erum hér með kröfu á þig sem hljóðar upp á einhverja upphæð. Nú hefurðu tvær vikur til að borga, og ef þú lýsir því ekki yfir að þú getir borgað eða borgar, þá getum við farið með þig í gjaldþrot," segir Tryggvi til útskýringar. Þetta sé fljótlegra en áður var, og bankarnir hafi nýtt sér þetta úrræði í stórum stíl. „Sannleikurinn er sá að það er búið að setja hundruð, ég skal ekki segja þúsundir, en allavega hundruð fyrirtækja og einstaklinga á hausinn með þessum heimildum - meira eða minna á grundvelli ólögmætra og vitlaust reiknaðra lána" Tryggvi gagnrýnir Alþingi harðlega vegna þessara breytinga. „Ég spyr nú bara; hvernig í ósköpunum getur þetta gerst?" segir Tryggvi að lokum. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Lögmaður segir að Alþingi hafi gert innheimtuaðilum mun auðveldara en áður að setja einstaklinga og fyrirtæki í gjaldþrot með lagabreytingum á síðasta ári. Lögmaðurinn Tryggvi Agnarsson var verjandi fyrirtækis sem fékk kröfu um gjaldþrotaskipti hafnað nú fyrir helgi, líkt og fréttastofa greindi frá í gær. Hann segir að við breytingar á gjaldþrota- og aðfararlögum síðasta sumar hafi Alþingi gert innheimtuaðilum auðveldara og fljótlegra að gera menn gjaldþrota. Hann tiltekur einkum tvennar breytingar. Annarsvegar sé nú hægt að gera árangurslaust fjárnám án þess að gerðarþolinn mæti til sýslumanns, sem ekki var hægt áður. „Það byggðist auðvitað á því að það var nauðsynlegt að vita um þína eignastöðu, þú áttir að geta tjáð þig um hana þar," segir Tryggvi. „Svo breyta menn lögunum þannig að ef þú mætir ekki, þá er hægt að gera árangurslausa aðför hjá þér, og biðja um gjaldþrot á þínu búi á þeim grundvelli. Það var gert miklu þægilegra fyrir rukkarann, og fljótlegra, að setja þig á hausinn." Hins vegar sé nú hægt að krefjast gjaldþrotaskipta ef skuldari verður ekki við áskorun lánardrottins um að lýsa yfir getu sinni til að greiða lán sín. „Þá segir bara bankinn við þig; við erum hér með kröfu á þig sem hljóðar upp á einhverja upphæð. Nú hefurðu tvær vikur til að borga, og ef þú lýsir því ekki yfir að þú getir borgað eða borgar, þá getum við farið með þig í gjaldþrot," segir Tryggvi til útskýringar. Þetta sé fljótlegra en áður var, og bankarnir hafi nýtt sér þetta úrræði í stórum stíl. „Sannleikurinn er sá að það er búið að setja hundruð, ég skal ekki segja þúsundir, en allavega hundruð fyrirtækja og einstaklinga á hausinn með þessum heimildum - meira eða minna á grundvelli ólögmætra og vitlaust reiknaðra lána" Tryggvi gagnrýnir Alþingi harðlega vegna þessara breytinga. „Ég spyr nú bara; hvernig í ósköpunum getur þetta gerst?" segir Tryggvi að lokum.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira