Enski boltinn

Sjáðu dramatíkina á Emirates - öll mörk helgarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eins og alltaf á mánudagsmorgnum má sjá öll mörk helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni hér á Vísi ásamt öllum helstu tilþrifunum.

Arsenal og Liverpool áttust við í stórleik helgarinnar en leiknum lauk með jafntefli, 1-1, eftir dramatískar lokamínútur.

Fimm leikir fóru fram á laugardaginn en nokkur lið voru í fríi í deildinni þar sem að undanúrslitin í ensku bikarkeppninni fóru einnig fram um helgina.

En af þeim leikjum sem fóru fram hefur verið valið lið vikunnar, bestu markvörslurnar, mörkin og besti leikmaðurinn. Þá er gullna augnablikið á sínum stað, sögubrotið og samantekt á öllum leikjum helgarinnar.

Yfirlit yfir myndböndin má sjá á sjónvarpsvef Vísis, með því að smella á íþróttir og enska boltann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×