Enski boltinn

Davies baðst afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Davies í leiknum um helgina.
Kevin Davies í leiknum um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Kevin Davies hefur beðið stuðningsmenn Bolton afsökunar á frammistöðu liðsins í tapleiknum gegn Stoke í ensku bikarkeppninni um helgina.

Hann sagðist skammast sín fyrir frammistöðuna en Bolton tapaði leiknum, 5-0, og missti þar með af tækifæri til að komast í úrslitaleik keppninnar.

„Mér þykir þetta svo leitt fyrir hönd ykkar sem komu á völlinn og borguðu mikið fyrir. Ég er í miklu uppnámi og veit ekki hvað ég á að segja. Við eigum skilið alla þá gagnrýni sem við höfum fengið,“ skrifaði Davies á Twitter-síðuna sína.

„Við erum allir í rusli og í miklu uppnámi,“ sagði hann við enska fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta er mjög erfitt.“

„Þetta var hræðileg reynsla - hvernig við töpuðum leiknum. Þetta var bara einn af þessum dögum. Við munum reyna að laga þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×