Enski boltinn

Ferguson ekki reiður út í Scholes

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist ekki vera reiður út í Paul Scholes fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Manchester City um helgina.

City vann leikinn, 1-0, og tryggði sér þar með sæti í úrslitum ensku bikarkeppninnar í lok mánðarins.

Scholes fékk að líta rauða spjaldið fyrir fremur ljóta tæklingu á Pablo Zabaleta, leikmanni City. Ferguson viðurkenndi eftir leik að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Mike Dean, dómara leiksins, að reka Scholes af velli.

„Paul Scholes á þetta til,“ sagði Ferguson við enska fjölmiðla. „Við höfum séð þetta áður hjá honum. Hann reyndi fyrst að ná til boltans en þegar boltinn skoppaði upp fór hann of hátt með löppina.“

„Þetta gerðist og við sættum okkur við þetta vegna þess að hann hefur gefið okkur svo margt í gegnum tíðina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×