Enski boltinn

Dalglish: Liverpool enn besta félagið í Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að félagið sé enn besta félagið í Englandi, ef ekki í öllum heiminum.

Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Arsenal um helgina eftir dramatískar lokamínútur. Bæði lið skoruðu úr vítaspyrnum í uppbótartíma.

Úrslitin þýða að Manchester United er í kjörstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn. Ef liðið verður meistari í vor verður það nítjándi meistaratitill þess frá upphafi sem er met.

Dalglish sagði þó að það myndi engu breyta fyrir Liverpool.

„Í mínum augum erum við enn besta félagið í Englandi - ef ekki öllum heiminum. Ég er því ekkert leiður yfir þessu,“ sagði Dalglish við enska fjölmiðla.

„Það er hins vegar óvænt að Liverpool hefur ekki unnið titilinn í langan tíma. Ég er ekki leiður vegna þess, þetta er bara staðreynd.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×