Enski boltinn

Eltihrellir Rios dæmdur sekur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio vill að öryggi fjölskyldunnar sé tryggt.
Rio vill að öryggi fjölskyldunnar sé tryggt.
Konan sem hefur verið að gera Rio Ferdinand lífið leitt hefur verið dæmd sek fyrir að trufla friðhelgi einkalífs leikmannsins. Rio kærði konuna sem var farinn að mæta óumbeðin heim til hans. Hún sagðist vera miklu meira en aðdáandi.

Konan heitir Susanne Ibru og er 38 ára gömul. Hún fer í sömu kirkju og Rio og taldi sig því hafa tengingu við leikmanninn.

Ibru ákvað að verja sig sjálf fyrir dómi og fékk meðal annars að yfirheyra Rio sjálfan. Hún vildi einnig yfirheyra konuna hans en það gekk ekki upp þar sem eiginkona Rio fæddi barn um helgina og gat ekki mætt í réttarhaldið. Hún fæddi annars stelpa en þetta var þriðja barn hjónanna.

Þar sem Ibru fékk ekki að yfirheyra konuna flýði hún af vettvangi og var ekki viðstödd er dómur var upp kveðinn. Hún kvaddi þó Rio og sagðist sjá hann aftur fljótlega.

Ekki liggur fyrir hvaða dóm hún fær en líklega verður það nálgunarbann.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×