Enski boltinn

Man. Utd tapaði mikilvægum stigum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney í baráttunni í kvöld.
Rooney í baráttunni í kvöld.
Man. Utd varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er það varð að sætta sig við markalaust jafntefli á útivelli gegn Newcastle. United er með sjö stiga forskot á Arsenal eftir leikinn en hefur leikið einum leik meira.

United sótti afar hart að marki Newcastle í síðari hálfleik en var algjörlega fyrirmunað að skora.

Arsenal er því komið aftur inn í baráttuna og með sigri í leiknum sem liðið á inni getur Lundúnaliðið minnkað forskot United niður í fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×