Enski boltinn

Ferguson: Móðgun að spjalda Hernandez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var allt annað en sáttur við að dómari leiks Newcastle og Man. Utd í kvöld skildi ekki hafa dæmt víti í lok leiksins er Javier Hernandez féll í teignum.

"Þetta var klárt víti og algjör móðgun hjá dómaranum að spjalda minn mann. Dómarinn átti fínan leik en olli sjálfum sér vonbrigðum þarna," sagði Ferguson reiður en hann sagðist ekki hafa séð atvikið þegar Newcastle vildi fá víti í leiknum.

"Newcastle spilaði vel í þessum leik en við unnum okkur inn í leikinn. Komum okkur í góðar stöður en náðum ekki að láta markvörðinn þeirra hafa nóg fyrir hlutunum."

Ferguson var annars sáttur því United er enn á toppnum og aðeins fimm leikir eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×