Gunnar Nelson fékk brons í júdó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2011 15:23 Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson vann í dag til bronsverðlauna á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Gunnar keppti bæði í -81 kg flokki og opnum flokki og keppti hann um brons í báðum flokkum. Honum tókst að vinna bronsglímu sína í -81 kg flokkinum en varð að játa sig sigraðan Þorvaldi Blöndal í bronsglímunni í opnum flokki en báðir kepptu fyrir hönd Ármanns í dag. Vísir hitti á hann áður en keppni hófst í opna flokknum og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. „Þetta gekk bærilega. Ég vann tvær glímur og tapaði einni [í -81 kg flokki] og lenti í þriðja sæti,“ sagði hann. „Ég ákvað að vera með á síðustu stundu en mér finnst bæði spennandi og gaman að keppa í júdó. Ég var ánægður með mínar glímur og hafði mjög gaman af þessu. Þetta var góð reynsla fyrir mig.“ Hann segir nokkur munur sé á brasilísku jiu jitsu, sem Gunnar keppir í, og júdó. „Þetta eru allt átök og glímur en það er munur á reglum og öðru. En þetta er fjör og tusk eins og allt annað.“ Gunnar keppti með hvítt belti í dag en hann segist efins um að hann muni ná sér í annan lit á beltið. „Ég efast um að ég geri það en það er aldrei að vita. Ég hef fengið að æfa með bæði Ármanni og JR og það er bæði gaman og öðruvísi fyrir mig. Ég sé til hvað ég geri.“ Gunnar segir einnig í viðtalinu að hann muni næst keppa á sterku BJJ-móti í Abu Dhabi í september næstkomandi en það er eitt stærsta glímumót heims. „Ég var búinn að ákveða að taka mér frí frá keppni á þessu ári en fyrst mér bauðst að keppa í Abu Dhabi ákvað ég að taka því.“ Innlendar Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson vann í dag til bronsverðlauna á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Gunnar keppti bæði í -81 kg flokki og opnum flokki og keppti hann um brons í báðum flokkum. Honum tókst að vinna bronsglímu sína í -81 kg flokkinum en varð að játa sig sigraðan Þorvaldi Blöndal í bronsglímunni í opnum flokki en báðir kepptu fyrir hönd Ármanns í dag. Vísir hitti á hann áður en keppni hófst í opna flokknum og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. „Þetta gekk bærilega. Ég vann tvær glímur og tapaði einni [í -81 kg flokki] og lenti í þriðja sæti,“ sagði hann. „Ég ákvað að vera með á síðustu stundu en mér finnst bæði spennandi og gaman að keppa í júdó. Ég var ánægður með mínar glímur og hafði mjög gaman af þessu. Þetta var góð reynsla fyrir mig.“ Hann segir nokkur munur sé á brasilísku jiu jitsu, sem Gunnar keppir í, og júdó. „Þetta eru allt átök og glímur en það er munur á reglum og öðru. En þetta er fjör og tusk eins og allt annað.“ Gunnar keppti með hvítt belti í dag en hann segist efins um að hann muni ná sér í annan lit á beltið. „Ég efast um að ég geri það en það er aldrei að vita. Ég hef fengið að æfa með bæði Ármanni og JR og það er bæði gaman og öðruvísi fyrir mig. Ég sé til hvað ég geri.“ Gunnar segir einnig í viðtalinu að hann muni næst keppa á sterku BJJ-móti í Abu Dhabi í september næstkomandi en það er eitt stærsta glímumót heims. „Ég var búinn að ákveða að taka mér frí frá keppni á þessu ári en fyrst mér bauðst að keppa í Abu Dhabi ákvað ég að taka því.“
Innlendar Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Sjá meira