Enski boltinn

Gerrard meiddist aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool.
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard gat ekki spilað með Liverpool í gær vegna meiðsla en það ætti að koma nánar í ljós hversu alvarleg þau eru.

Gerrard meiddist á æfingu á föstudaginn en hann var þá nýkominn aftur af stað eftir að hafa gengist undir aðgerð á nára í síðasta mánuði.

Hann hefur ekki spilað síðan Liverpool vann Manchester United í byrjun mars en búist var við að hann myndi vera á meðal varamanna liðsins í gær. Liverpool tapaði þá fyrir West Brom, 2-1.

„Steven var á æfingu í gær [á föstudaginn] og var að undirbúa sig fyrir þennan leik,“ sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, við blaðamenn eftir leikinn í gær.

„Hann var að hlaupa með boltann, sneri sér við og fann þá fyrir sársauka. Þetta mun víst vera á sama stað og gömlu meiðslin en samt ekki sömu meiðsli. Hann verður skoðaður og þá fáum við vonandi að vita meira.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×