Enski boltinn

Tímabilið líklega búið hjá Hutton

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Alan Hutton í leik með skoska landsliðinu.
Alan Hutton í leik með skoska landsliðinu. Nordic Photos/Getty Images
Bakvörðurinn Alan Hutton hjá Tottenham þarf að fara að hnéaðgerð sem þýðir að tímabilið er líklega búið hjá þessum skoska varnarmanni. Hutton hefur verið í byrjunarliðinu hjá Tottenham í vetur en bætist nú á langan meiðslalista hjá Lundrúnarliðinu.

Liðið mætir Real Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudaginn og þar verða Harry Redknapp og hans menn án margra varnarmanna. Ledley King, Jonatahan Woodgate og Younas Kaboul eru allir meiddir og William Gallas er tæpur fyrir leikinn.

Michael Dawson og Sebastien Bassong eru einu miðverðirnir í liðinu sem eru heilir og Vedran Corluka er talinn líklegur til að taka stöðu Hutton í bakverðinum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×