Enski boltinn

Pardew vill halda Barton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Joey Barton er öflugur en óstýrilátur leikmaður.
Joey Barton er öflugur en óstýrilátur leikmaður.
Alan Pardew, stjóri Newcastle, vill alls ekki missa miðjumanninn Joey Barton frá félaginu og ætlar að gera sem í sínu valdi stendur til þess að halda honum.

Samningur Bartons við félagið rennur út eftir næsta tímabil og þegar eru hafnar viðræður um nýjan samning. Forráðamenn félagsins vonast til þess að loka málinu í sumar.

Newcastle vill einnig halda Jose Enrique og stefnan er að festa fleiri leikmenn í sumar.

Þess utan ætlar Newcastle að styrkja sig umtalsvert en forgangsatriði er að ganga frá samningum við núverandi leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×