Enski boltinn

Redknapp: Kemur ekki til greina að selja Bale

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bale á æfingu í gær. Hann gæti spilað gegn Real Madrid í kvöld.
Bale á æfingu í gær. Hann gæti spilað gegn Real Madrid í kvöld.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að Gareth Bale sé algjör lykilmaður í uppbyggingu Tottenham en félagið ætlar að festa sig í sessi sem eitt af fjórum bestu liðum Englands.

Bale skrifaði undir nýjan langtímasamning við Tottenham á dögunum en það hefur ekki stöðvað sögusagnir um að hann sé á leið til Spánar.

Redknapp segir að það myndi eyðileggja alla uppbyggingu ef félagið seldi Bale.

"Ef það á að byggja upp gott lið þá má ekki selja leikmenn eins og Gareth og Luka Modric. Þá vilja aðrir leikmenn fara líka," sagði Redknapp og minnti á hvernig ástandið var hjá West Ham er hann stýrði þar málum. Þá fóru hinir ungu og efnilegu leikmenn félagsins annað en þeir eru lykilmenn í öðrum liðum í dag.

"Hjá West Ham misstum við menn eins og Rio Ferdinand og Frank Lampard. Þá fylgdu fleiri í kjölfarið. Það er ekki hægt að skipta út manni eins og Gareth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×