Um verður að ræða tónleika á útihátíð aðra helgina í júlí sem heitir Besta útihátíðin. Það verða upphaflegir meðlimir sveitarinnar sem munu koma saman, þeir Sölvi Blöndal, Steinar Fjeldsted, Höskuldur Ólafsson og Ómar Örn Hauksson.

Meðlimir Quarashi vildu ekkert tjá sig um málið þegar Vísir leitaði viðbragða þeirra.
Þeir sem eru óþreyjufullir geta stytt sér stundir með því að hlusta á lagið Mr. Jinx sem fylgir í myndskeiði með þessari frétt.
Hér má svo skoða fésbókarsíðu Bestu útihátíðarinnar.