Össur segir úrsögnina ekki koma á óvart: Breytir engu Erla Hlynsdóttir skrifar 21. mars 2011 11:01 Mynd úr safni Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. „Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði," segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. „Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana," segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn hefur veikst, segir Össur brattur: „Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur," segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. „Það eru líka leikir sem þessi staða skapar," segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. Hvorki Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, né Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að tjá sig um útsögnina fyrr en að blaðamannafundinum loknum. Tengdar fréttir Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. „Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði," segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. „Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana," segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn hefur veikst, segir Össur brattur: „Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur," segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. „Það eru líka leikir sem þessi staða skapar," segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. Hvorki Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, né Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að tjá sig um útsögnina fyrr en að blaðamannafundinum loknum.
Tengdar fréttir Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag. 21. mars 2011 10:39