Erfitt að hætta við framlög til menningarmála 13. mars 2011 19:08 Borgarfulltrúi segir erfitt að rifta samningum um framlög til menningarmála, en margir þeirra hafi þó verið endurskoðaðir. Reiðir foreldrar beina gremju sinni vegna niðurskurðar í menntamálum meðal annars að útgjöldum til menningar. Talsverður órói var á fundum með foreldrum leik- og grunnskólabarna í Grafarvogi og Breiðholti í gær, þar sem borgarstjórnarmeirihlutinn kynnti sameiningar skóla og hagræðingu í menntakerfinu. Fundirnir ályktuðu báðir gegn hagræðingunni, og í Breiðholti var ítrekað baulað og hrópað á borgarfulltrúana. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi Besta flokksins, segir að deila megi um gagnsemi funda sem fram fari með þessum hætti. "En auðvitað eru þetta tilfinningar og fólk er að tala frá hjartanu. Kannski höfum við lært að gera það betur en áður, núna eftir hrun. En þetta er hluti af fóðrinu sem við tökum inn í þessa vinnu. Við erum að reyna að tala við sem flesta og fá umsagnir og skoðanir sem flestra," segir Óttarr. Á fundunum í gær var vakin athygli á því að útgjöld til menningarmála og ólögbundinna verkefna næmu margföldum sparnaðinum í menntakerfinu, en útgjöld til Borgarleikhússins, Hörpunnar og uppbyggingar í miðbænum voru nefnd sem dæmi. Óttar segir að þar hafi verið skorið niður eins og annarstaðar, en Reykjavíkurborg sé skuldbundin samkvæmt samningum til að sinna mörgum verkefnanna. En væri ekki hægt að rifta slíkum samningum? "Það er auðvitað erfitt. En við höfum verið að vinna í því á mjög mörgum stöðum að skoða þessa samninga og semja upp á nýtt. Það á til dæmis við um Leikfélag Reykjavíkur. Samningar við íþróttafélögin hafa margir hverjir verið teknir upp. Þetta er samvinnuverkefni allra að komast í gegnum þessa kreppu," segir Óttarr. "Menningin er hluti af borginni. Bókasöfnin, listasöfnin og menningarstarfsemin er líka hluti af því að lifa í borginni. Það verður að vera eitthvað í borginni sem börnin alast upp í líka," segir hann. Með fréttinni er hægt að horfa á ítarlegt viðtal við Óttarr um fundina með foreldrum, hagræðingu í menntakerfinu, niðurskurð hjá borginni og forgangsröðun verkefna. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Borgarfulltrúi segir erfitt að rifta samningum um framlög til menningarmála, en margir þeirra hafi þó verið endurskoðaðir. Reiðir foreldrar beina gremju sinni vegna niðurskurðar í menntamálum meðal annars að útgjöldum til menningar. Talsverður órói var á fundum með foreldrum leik- og grunnskólabarna í Grafarvogi og Breiðholti í gær, þar sem borgarstjórnarmeirihlutinn kynnti sameiningar skóla og hagræðingu í menntakerfinu. Fundirnir ályktuðu báðir gegn hagræðingunni, og í Breiðholti var ítrekað baulað og hrópað á borgarfulltrúana. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi Besta flokksins, segir að deila megi um gagnsemi funda sem fram fari með þessum hætti. "En auðvitað eru þetta tilfinningar og fólk er að tala frá hjartanu. Kannski höfum við lært að gera það betur en áður, núna eftir hrun. En þetta er hluti af fóðrinu sem við tökum inn í þessa vinnu. Við erum að reyna að tala við sem flesta og fá umsagnir og skoðanir sem flestra," segir Óttarr. Á fundunum í gær var vakin athygli á því að útgjöld til menningarmála og ólögbundinna verkefna næmu margföldum sparnaðinum í menntakerfinu, en útgjöld til Borgarleikhússins, Hörpunnar og uppbyggingar í miðbænum voru nefnd sem dæmi. Óttar segir að þar hafi verið skorið niður eins og annarstaðar, en Reykjavíkurborg sé skuldbundin samkvæmt samningum til að sinna mörgum verkefnanna. En væri ekki hægt að rifta slíkum samningum? "Það er auðvitað erfitt. En við höfum verið að vinna í því á mjög mörgum stöðum að skoða þessa samninga og semja upp á nýtt. Það á til dæmis við um Leikfélag Reykjavíkur. Samningar við íþróttafélögin hafa margir hverjir verið teknir upp. Þetta er samvinnuverkefni allra að komast í gegnum þessa kreppu," segir Óttarr. "Menningin er hluti af borginni. Bókasöfnin, listasöfnin og menningarstarfsemin er líka hluti af því að lifa í borginni. Það verður að vera eitthvað í borginni sem börnin alast upp í líka," segir hann. Með fréttinni er hægt að horfa á ítarlegt viðtal við Óttarr um fundina með foreldrum, hagræðingu í menntakerfinu, niðurskurð hjá borginni og forgangsröðun verkefna.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira