Enski boltinn

Sky Sports: Jens Lehmann í viðræðum við Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jens Lehmann.
Jens Lehmann. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það bendir allt til þess að þýski markvörðurinn Jens Lehmann muni semja við Arsenal um það að vera varamarkvörður Manuel Almunia það sem eftir lifir leiktíðarinnar. Sky Sports News hefur heimildir fyrir því að viðræður séu hafnar á milli Lehmann og forráðamanna Arsenal.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er að leita að varamarkverði eftir að ljóst var að Wojciech Szczesny, Lukasz Fabianski og Vito Mannone eru allir frá út tímabilið vegna meiðsla.

Jens Lehmann er orðinn 41 árs og var búinn að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil þegar hann lék með Stuttgart. Lehmann lék í fimm ár hjá Arsenal á árunum 2003 til 2008 en hann á að baki næstum því 200 leiki fyrir félagið.

Lehmann ætlaði að eyða næstu sex vikum í London en hann er klára þjálfaranámskeið og ætlar sér að verða markmannsþjálfari. Arsenal hefur neitað að tjá sig um málið en allt bendir til þess að  Lehmann verði kominn á bekkinn þegar Arsenal mætir West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×