Enski boltinn

Man. United sýnir Neuer áhuga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Manuel Neuer.
Manuel Neuer.
Clemens Tonnies, stjórnarformaður Schalke, hefur staðfest að Man. Utd hafi áhuga á markverði félagsins, Manuel Neuer.

Neuer er einn besti markvörður Þýskalands og þar sem gengi Schalke hefur ekki verið sem skildi er því spáð að Neuer vilji komast til stærra félags.

United er þó ekki eitt um hituna því FC Bayern hefur einnig áhuga á markverðinum.

"Það er búið að hafa samband við mig og láta mig vita af áhuga United. Ef United sendir inn formlega beiðni varðandi leikmanninn munum við taka á því," sagði Tonnies.

Neuer er samningsbundinn Schalke til ársins 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×