Enski boltinn

Carroll kostaði eina milljón árið 2009

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carroll fagnar í leik með Newcastle.
Carroll fagnar í leik með Newcastle.
Andy Carroll, framherji Liverpool, er dýrasti leikmaður Bretlandseyja en Liverpool keypti hann á 35 milljónir punda. Ef Liverpool hefði haft trú á honum fyrir einu og hálfu ári síðan hefði félagið sparað sér 34 milljónir punda.

Þegar Newcastle féll árið 2009 var Carroll aðeins verðlagður á eina milljón punda af félaginu.

Skjal frá eiganda Newcastle, Mike Ashley, lak út og þar kemur fram verðmat leikmanna félagsins á þeim tíma.

Carroll sló í gegn á næstu leiktíð og skoraði 17 mörk er Newcastle komst aftur upp í úrvalsdeild. Hann fylgdi því svo eftir með góðri byrjun í vetur og var svo seldur í janúar.

Carroll gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool um helgina gegn Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×