Enski boltinn

Wenger: Toure tók megrunartöflur eiginkonu sinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolo Toure.
Kolo Toure.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur greint frá því að það hafi verið megrunartöflur sem urðu þess valdandi að Kolo Toure, leikmaður Man. City, féll á lyfjaprófi.

Megrunartöflurnar voru í eigu eiginkonu Toure en einhverra hluta vegna sá atvinnumaðurinn Toure sig tilknúinn til þess að nota töflurnar.

Þó svo Toure sé ekki undir stjórn Wenger lengur þá halda þeir sambandi og Wenger hefur talað við hann.

"Toure vill stjórna vigtinni hjá sér því hann er stundum í vandræðum með hana. Hann tók því töflur sem konan hans átti," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×