Enski boltinn

Ferguson ætlar að áfrýja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er allt annað en sáttur við kæru enska knattspyrnumsabandsins um óviðeigandi hegðun eftir leik liðsins gegn Chelsea.

Ferguson ætlar að berjast alla leið í málinu og hefur ákveðið að áfrýja.

Ferguson sagðist óttast það versta er hann sá að Martin Atkinson ætti að dæma leikinn. Stjórinn lét líka hafa það eftir sér að úrslit leikja síðustu þrjú ár á Stamford Bridge hefðu ráðist á slæmum ákvörðum dómara.

Þess utan var Skotinn ósáttur við vítaspyrnudóminn í leiknum sem og að Atkinson hefði ekki rekið David Luiz, varnarmann Chelsea, af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×