Erlent

Hundur stofnandans slær í gegn á Facebook

Mark Zuckerberg með Óþokkanum
Mark Zuckerberg með Óþokkanum
Hundurinn hans Mark Zuckerbergs, stofnanda Facebook, hefur heldur betur slegið í gegn eftir að stofnuð var Facebook síða handa hvutta. Á nokkrum dögum er hann kominn með yfir 12 þúsund vini.

Zuckerberg og kærasta hans, Priscilla Chan, fengu sér tveggja mánaða gamlan hund af tegundinni Puli. Hann hlaut nafnið „Beast", eða óþokki á íslensku.

Á meðal áhugamála hvutta er að borða og knúsast.

Hægt er að sjá Facebooksíðu Óþokkans hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×