Erlent

Ísraelar stöðvuðu för skútu

Ísraelski herinn stöðvaði í gær för franskrar skútu sem stefndi í áttina að Gasaströnd. Ísraelsher segir skipverja ekki hafa sýnt neina mótstöðu.

Skipinu var ætlað að vekja athygli á einangrun Gasasvæðisins með því að rjúfa þessa einangrun. Á síðasta ári stöðvaði Ísraelsher för heils skipaflota sem hafði þetta sama markmið, og létust þá níu manns í átökum við herinn. Ísraelsher var víða gagnrýndur eftir þau átök.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×