Landsbankinn áfram í eigu ríkisins Hafsteinn Hauksson skrifar 20. júlí 2011 12:32 Mynd/GVA Fjármálaráðherra segir engin áform um að einkavæða Landsbankann, en minni áhersla er lögð á að halda hlutunum í Arion og Íslandsbanka. Hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í Landsbankanum áður en Bankasýslan lýkur störfum. Bankasýsla ríkisins vinnur nú að gerð söluáætlunar fyrir eignarhluti hins opinbera í fjármálafyrirtækjum, en áætlunin verður grundvallarskjal við einkavæðingu bankanna sem hið opinbera á. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir þó engin áform um að einkavæða Landsbankann, sem myndar uppistöðu eignar hins opinbera á almennum fjármálamarkaði.Minnihlutaeign föl „Í tilviki Landsbankans eru að sjálfsögðu engin áform um það á þessu stigi mála að breyta eignarhaldinu í neinum veigamiklum atriðum. Við lítum á það sem mikilvægan hluta í stöðugleikanum að ríkið sé kjölfestueigandi í stærsta bankanum," segir Steingrímur. Minnihlutaeign bankans í Arion og Íslandsbanka sé þó föl ef bankarnir seljast til framtíðareigenda á komandi misserum, en þeir eru að stærstum hluta í eigu kröfuhafa sem stendur. Fjármálaráðherra leggur þannig áherslu á að það sé síst markmið ríkisins að auka umsvif sín á fjármálamarkaði.Horft til Noregs Elín Jónsdóttir, forstjóri bankasýslunnar, hefur sagt að eitt álitaefnanna við sölu bankanna sé að hve miklu leyti bankarnir verða einkavæddir, en í sumum Norðarlandanna hélt hið opinbera eftir eignarhlut í stærstu bönkunum eftir bankakreppuna þar á 10. áratugnum. „Við höfum til dæmis horft til fordæmisins í Noregi," segir Steingrímur, „þar sem menn mótuðu yfirvegaða stefnu til nokkurs tíma um það hvernig ríkið færi með þessa eignarhluti sína, og trappaði eign sína niður eftir atvikum, þegar og ef til slíks kæmi,“ segir Steingrímur.Bankasýslan lögð niður eftir þrjú ár Steingrímur segir mjög háð aðstæðum hvenær bankarnir fara í söluferli, en hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í fjármálafyrirtækjum áður en Bankasýslan lýkur störfum. Sýslan verður lögð niður árið 2014 samkvæmt lögum, en þá á hún að hafa lokið undirbúningi á tillögum um sölu eigna ríkisins í Fjármálafyrirtækjum. Steingrímur telur þó líklegt að stórir eignarhlutar ríkisins verði lengur en svo í opinberu eignarhaldi. „Mér þykir það nú trúlegt. Það er til dæmis alls óvíst í tilviki Landsbankans að þar verði búið að gera nógu miklar breytingar fyrir þann tíma. Ég vil þó ekki segja meira um þetta á þessu stigi. Við munum fara yfir þetta á grundvelli tillagna frá Bankasýslunni, og eftir atvikum í endurskoðaðri eigandastefnu ríkisins,“ segir Steingrímur. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir engin áform um að einkavæða Landsbankann, en minni áhersla er lögð á að halda hlutunum í Arion og Íslandsbanka. Hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í Landsbankanum áður en Bankasýslan lýkur störfum. Bankasýsla ríkisins vinnur nú að gerð söluáætlunar fyrir eignarhluti hins opinbera í fjármálafyrirtækjum, en áætlunin verður grundvallarskjal við einkavæðingu bankanna sem hið opinbera á. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir þó engin áform um að einkavæða Landsbankann, sem myndar uppistöðu eignar hins opinbera á almennum fjármálamarkaði.Minnihlutaeign föl „Í tilviki Landsbankans eru að sjálfsögðu engin áform um það á þessu stigi mála að breyta eignarhaldinu í neinum veigamiklum atriðum. Við lítum á það sem mikilvægan hluta í stöðugleikanum að ríkið sé kjölfestueigandi í stærsta bankanum," segir Steingrímur. Minnihlutaeign bankans í Arion og Íslandsbanka sé þó föl ef bankarnir seljast til framtíðareigenda á komandi misserum, en þeir eru að stærstum hluta í eigu kröfuhafa sem stendur. Fjármálaráðherra leggur þannig áherslu á að það sé síst markmið ríkisins að auka umsvif sín á fjármálamarkaði.Horft til Noregs Elín Jónsdóttir, forstjóri bankasýslunnar, hefur sagt að eitt álitaefnanna við sölu bankanna sé að hve miklu leyti bankarnir verða einkavæddir, en í sumum Norðarlandanna hélt hið opinbera eftir eignarhlut í stærstu bönkunum eftir bankakreppuna þar á 10. áratugnum. „Við höfum til dæmis horft til fordæmisins í Noregi," segir Steingrímur, „þar sem menn mótuðu yfirvegaða stefnu til nokkurs tíma um það hvernig ríkið færi með þessa eignarhluti sína, og trappaði eign sína niður eftir atvikum, þegar og ef til slíks kæmi,“ segir Steingrímur.Bankasýslan lögð niður eftir þrjú ár Steingrímur segir mjög háð aðstæðum hvenær bankarnir fara í söluferli, en hann telur ólíklegt að takist að vinda ofan af eign ríkisins í fjármálafyrirtækjum áður en Bankasýslan lýkur störfum. Sýslan verður lögð niður árið 2014 samkvæmt lögum, en þá á hún að hafa lokið undirbúningi á tillögum um sölu eigna ríkisins í Fjármálafyrirtækjum. Steingrímur telur þó líklegt að stórir eignarhlutar ríkisins verði lengur en svo í opinberu eignarhaldi. „Mér þykir það nú trúlegt. Það er til dæmis alls óvíst í tilviki Landsbankans að þar verði búið að gera nógu miklar breytingar fyrir þann tíma. Ég vil þó ekki segja meira um þetta á þessu stigi. Við munum fara yfir þetta á grundvelli tillagna frá Bankasýslunni, og eftir atvikum í endurskoðaðri eigandastefnu ríkisins,“ segir Steingrímur.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira