Eðlilegt að leyfa innflutning á lambakjöt 20. júlí 2011 12:12 Mörður Árnason. Mynd/Auðunn Níelsson Það er ekki hægt að hafa íslenska neytendur í fangamúrum frá evrópskum lambakjötsmarkaði þegar íslenskir bændur eru virkir þáttakendur á honum segir þingmaður Samfylkingarinnar. Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann vildi ekki bjóða út innflutningskvóta á lambakjöti til að standa vörð um íslenska lambakjötsframleiðslu. Þetta hafa meðal annars Samtök verslunar og þjónustu gagnrýnt í bréfi til umboðsmanns Alþingis. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að nú sé eðlilegt að leyfa innflutning á lambakjöti þar sem verð á erlendum mörkuðum hefur mikil áhrif á verð og framboð á lambakjöti hér á landi. „Staðan er núna sú að forysta bænda og landbúnaðarráðherra vilja nýta sér kosti frjálsrar verslunar í útlöndum, en koma í veg fyrir að neytendur nýti sér kosti frjálsrar verslunar á Íslandi. Þetta auðvitað gengur ekki og er gamaldags pólitík sem þarf að fara að hætta,“ segir Mörður. Auka þurfi samkeppnina hér á landi í hag neytenda. „Það á auðvitað ekki að vera lógískt að erlent lambakjöt sé ódýrara en íslenskt lambakjöt. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að það sé þannig, en kannski er það svo að þegar við erum orðin hluti af þessum evrópska markaði í lambakjöt sem að forysta bænda vill vera að þá verður íslenska markaðssvæðið að vera það líka. Það er ekki hægt að hafa Ísland í fangamúrum út af þessu,“ segir Mörður. Hann telur að innflutningur á lambakjöti myndi ekki stefna innlendri framleiðslu í hættu þar sem bændur séu að fá mjög gott verð á mörkuðum erlendis. „Er ekki verið að tala um að 40% af lambakjöti sé núna flutt út? Það getur ekki verið að það ógni innlendri framleiðslu ef að menn eru að framleiða fyrir innlendan markað, þá gera innlendir neytendur kröfu um að fá vöruna á því verði sem hægt er á þessum sameiginlega evrópska markaði sem bændur eru núna að nýta sér,“ segir Mörður. Tengdar fréttir Kvartað undan landbúnaðarráðherra til umboðsmanns Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning. 19. júlí 2011 18:30 Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21 Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32 Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43 Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00 Kótelettufélagið: Vanhugsuð ummæli forseta ASÍ „Þessi vanhugsuðu ummæli hryggja félagsmenn mjög. Forsetinn virðist gleyma því algjörlega að um innlenda framleiðslu er að ræða og íslenskt vinnuafl,“ segir í tilkynningu frá Kótelettufélagi Íslands. Félagsmenn eru afar ósáttir með Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, sem hefur hvatt almenning til að sniðganga lambakjöt vegna nýrrar verðskrár Landssambands sauðfjárbænda, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. 19. júlí 2011 22:23 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Það er ekki hægt að hafa íslenska neytendur í fangamúrum frá evrópskum lambakjötsmarkaði þegar íslenskir bændur eru virkir þáttakendur á honum segir þingmaður Samfylkingarinnar. Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann vildi ekki bjóða út innflutningskvóta á lambakjöti til að standa vörð um íslenska lambakjötsframleiðslu. Þetta hafa meðal annars Samtök verslunar og þjónustu gagnrýnt í bréfi til umboðsmanns Alþingis. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að nú sé eðlilegt að leyfa innflutning á lambakjöti þar sem verð á erlendum mörkuðum hefur mikil áhrif á verð og framboð á lambakjöti hér á landi. „Staðan er núna sú að forysta bænda og landbúnaðarráðherra vilja nýta sér kosti frjálsrar verslunar í útlöndum, en koma í veg fyrir að neytendur nýti sér kosti frjálsrar verslunar á Íslandi. Þetta auðvitað gengur ekki og er gamaldags pólitík sem þarf að fara að hætta,“ segir Mörður. Auka þurfi samkeppnina hér á landi í hag neytenda. „Það á auðvitað ekki að vera lógískt að erlent lambakjöt sé ódýrara en íslenskt lambakjöt. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að það sé þannig, en kannski er það svo að þegar við erum orðin hluti af þessum evrópska markaði í lambakjöt sem að forysta bænda vill vera að þá verður íslenska markaðssvæðið að vera það líka. Það er ekki hægt að hafa Ísland í fangamúrum út af þessu,“ segir Mörður. Hann telur að innflutningur á lambakjöti myndi ekki stefna innlendri framleiðslu í hættu þar sem bændur séu að fá mjög gott verð á mörkuðum erlendis. „Er ekki verið að tala um að 40% af lambakjöti sé núna flutt út? Það getur ekki verið að það ógni innlendri framleiðslu ef að menn eru að framleiða fyrir innlendan markað, þá gera innlendir neytendur kröfu um að fá vöruna á því verði sem hægt er á þessum sameiginlega evrópska markaði sem bændur eru núna að nýta sér,“ segir Mörður.
Tengdar fréttir Kvartað undan landbúnaðarráðherra til umboðsmanns Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning. 19. júlí 2011 18:30 Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21 Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32 Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43 Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00 Kótelettufélagið: Vanhugsuð ummæli forseta ASÍ „Þessi vanhugsuðu ummæli hryggja félagsmenn mjög. Forsetinn virðist gleyma því algjörlega að um innlenda framleiðslu er að ræða og íslenskt vinnuafl,“ segir í tilkynningu frá Kótelettufélagi Íslands. Félagsmenn eru afar ósáttir með Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, sem hefur hvatt almenning til að sniðganga lambakjöt vegna nýrrar verðskrár Landssambands sauðfjárbænda, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. 19. júlí 2011 22:23 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Kvartað undan landbúnaðarráðherra til umboðsmanns Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning. 19. júlí 2011 18:30
Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21
Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32
Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43
Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00
Kótelettufélagið: Vanhugsuð ummæli forseta ASÍ „Þessi vanhugsuðu ummæli hryggja félagsmenn mjög. Forsetinn virðist gleyma því algjörlega að um innlenda framleiðslu er að ræða og íslenskt vinnuafl,“ segir í tilkynningu frá Kótelettufélagi Íslands. Félagsmenn eru afar ósáttir með Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, sem hefur hvatt almenning til að sniðganga lambakjöt vegna nýrrar verðskrár Landssambands sauðfjárbænda, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. 19. júlí 2011 22:23