Erlent

Hlébarði beit 11 manns

Hlébarða tókst að bíta 11 manns í vesturhluta Bengal fylkis í Indlandi áður en hann var drepinn í gær. Dýrið hafði villst inn í þorpið og reyndu skógarverðir að koma því aftur út í náttúruna, en dýrið tók því afar illa og réðst á fjóra skógarverði auk sex þorpsbúa sem og lögreglumann sem kom á vettvang.

Hlébarðinn dó eftir samskiptin við mannfólkið sem beitti hnífum, steinum og kylfum til að verjast árásum hans.

Árlega deyja tugir Indverja eftir árásir hlébarða en þeir leita gjarnan í mannabyggðir þegar þeir eru hungraðir. Þar ráðst hlébarðarnir á saklaust fólk oftar en ekki þegar þeir telja sér ógnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×