Fótbolti

Blatter vill ráðleggingar frá Placido Domingo

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Blatter á ársþingi FIFA í síðustu viku.
Blatter á ársþingi FIFA í síðustu viku. Mynd/Getty I
Sepp Blatter nýkjörinn forseti FIFA vill fá spænska óperusöngvarann Placido Domingo í lið með sambandinu. Domingo á að sitja í einskonar ráðgjafarráði sem er nýjasta hugmynd Blatter til þess að hreinsa til innan sambandsins. Auk Domingo hefur hann óskað eftir því að Henry Kissinger og knattspyrnugoðsögnin Johann Cruyff taki sæti í ráðinu.

Í samtali við CNN sagði Blatter að Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem nýverið varð 88 ára, sé stoltur af því að leggja FIFA lið. Fólk segi að hann sé gamall maðuru en umfram allt sé hann vitur maður.

FIFA og Sepp Blatter hafa legið undir mikilli gagnrýni undanfarin misseri. Ásakanir um mútuþægni æðstu starfsmanna sambandins hafa verið háværar. Blatter segir forgangsatriði hjá sér að endurbyggja ímynd FIFA.

Þá segir hann ástæðulaust að rannsaka ákvörðunina að halda HM 2022 í Katar sem hefur verið í umræðunni undanfarið. Í aðdraganda forsetakosninganna birti hinn umdeildi Jack Warner tölvupóst þar sem Jerome Valcke, ritari FIFA og hægri hönd Blatter, virtist gefa í skyn að Katar hefði keypt HM 2022.

Sepp Blatter nýkjörinn forseti FIFA vill fá óperusöngvarann Placido Domingo í lið með

sambandinu. Domingo á að sitja í einskonar ráðgjafarráði sem er nýjasta hugmynd Blatter til

þess að hreinsa til innan sambandsins. Auk Domingo hefur hann óskað eftir því að Henry

Kissinger og Johann Cruyff taki sæti í ráðinu.

Í samtali við CNN sagði Blatter að Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem

nýverið varð 88 ára, sé stoltur af því að leggja FIFA lið. Fólk segi að hann sé gamall

maðuru en umfram allt sé hann vitur maður.

FIFA og Sepp Blatter hafa legið undir mikilli gagnrýni undanfarin misseri. Ásakanir um

mútuþægni æðstu starfsmanna sambandins hafa verið háværar. Blatter segir forgangsatriði hjá sér að endurbyggja ímynd FIFA.

Þá segir hann ástæðulaust að rannsaka ákvörðunina að halda HM 2022 í Katar sem hefur verið í umræðunni undanfarið. Í aðdraganda forsetakosninganna birti hinn umdeildi Jack Warner tölvupóst þar sem Jerome Valcke, ritari FIFA og hægri hönd Blatter, virtist gefa í skyn að Katar hefði keypt HM 2022.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×