Noregur treystir áfram á EES, sama hvað Ísland gerir Kristján Már Unnarsson skrifar 30. september 2011 19:45 Innganga Íslands í Evrópusambandið mun ekki breyta þeirri afstöðu Noregs að halda fast í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, segir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. Hann hóf opinbera heimsókn til Íslands á Akureyri í gær. Norski utanríkisráðherrann hóf daginn á fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra en úr Stjórnarráðinu hélt Jonas Gahr Støre í Alþingishúsið til fundar við utanríkismálanefnd. Málefni Norðurslóða og aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið voru helstu umræðuefnin en Jonas býst ekki við að umsókn Íslands ýti undir það að Noregur sæki um aðild á næstu árum og segir Norðmenn ætla að treysta áfram á EES-saminginn. „Ég tel að niðurstaðan hvað varðar Ísland breyti því ekki, en sjáum til," segir ráðherrann, og bætir við: „Það er ljóst að Norðmenn fylgjast grannt með niðurstöðu Íslendinga og hverju þeir ná fram í samningunum." Sem stendur er það EES-samningurinn sem gildir. „Það sem er fast í hendi þar til Ísland hefur náð niðurstöðu er að við erum saman í EES-samsatarfinu. Noregur telur mikilvægt að halda sig við EES sem góða undirstöðu, hvort sem Ísland hættir í því eða verður áfram í því," segir hann. Daginn áður en Jonas hélt til Íslands hitti hann ungmenni á sjúkrahúsi sem lifðu af hryðjuverkaárásina í Útey. „Það var tilfinningaþrungið því ég hef fylgst með ungmennunum frá því atburðurinn hræðilegi átti sér stað. Ég var á Útey deginum áður en árásin var gerð og ég þekkti mörg þessarra ungmenna. Sum þeirra liggja enn á sjúkrahúsum í endurhæfingu og eru sum alvarlega sköðuð," segir Støre. „Það er mikilvægt að fylgjast með þeim og styðja þau, hitta þau og fjölskyldur þeirra og gefa sér tíma í það því þau munu eiga lengi í þessu. Það gengur mjög vel hjá mörgum þeirra en mörg þeirra munu eiga erfitt á næstu vikum og mánuðum og við verðum að fylgjast náið með þeim." Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Innganga Íslands í Evrópusambandið mun ekki breyta þeirri afstöðu Noregs að halda fast í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, segir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. Hann hóf opinbera heimsókn til Íslands á Akureyri í gær. Norski utanríkisráðherrann hóf daginn á fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra en úr Stjórnarráðinu hélt Jonas Gahr Støre í Alþingishúsið til fundar við utanríkismálanefnd. Málefni Norðurslóða og aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið voru helstu umræðuefnin en Jonas býst ekki við að umsókn Íslands ýti undir það að Noregur sæki um aðild á næstu árum og segir Norðmenn ætla að treysta áfram á EES-saminginn. „Ég tel að niðurstaðan hvað varðar Ísland breyti því ekki, en sjáum til," segir ráðherrann, og bætir við: „Það er ljóst að Norðmenn fylgjast grannt með niðurstöðu Íslendinga og hverju þeir ná fram í samningunum." Sem stendur er það EES-samningurinn sem gildir. „Það sem er fast í hendi þar til Ísland hefur náð niðurstöðu er að við erum saman í EES-samsatarfinu. Noregur telur mikilvægt að halda sig við EES sem góða undirstöðu, hvort sem Ísland hættir í því eða verður áfram í því," segir hann. Daginn áður en Jonas hélt til Íslands hitti hann ungmenni á sjúkrahúsi sem lifðu af hryðjuverkaárásina í Útey. „Það var tilfinningaþrungið því ég hef fylgst með ungmennunum frá því atburðurinn hræðilegi átti sér stað. Ég var á Útey deginum áður en árásin var gerð og ég þekkti mörg þessarra ungmenna. Sum þeirra liggja enn á sjúkrahúsum í endurhæfingu og eru sum alvarlega sköðuð," segir Støre. „Það er mikilvægt að fylgjast með þeim og styðja þau, hitta þau og fjölskyldur þeirra og gefa sér tíma í það því þau munu eiga lengi í þessu. Það gengur mjög vel hjá mörgum þeirra en mörg þeirra munu eiga erfitt á næstu vikum og mánuðum og við verðum að fylgjast náið með þeim."
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira