Fréttaskýring: Samfylkingarfólk orðið langþreytt 26. nóvember 2011 09:00 Hvaða áhrif hefur ákvörðun um Grímsstaði á Fjöllum á stjórnarsamstarfið? „Það er ekkert leyndarmál að fullt af fólki í flokknum er orðið pirrað," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að veita félagi í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo ekki heimild til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum hefur valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hafa báðir lagt áherslu á að kaupin yrðu heimiluð og Sigmundur Ernir segist hugsi um hvort hann styðji ríkisstjórnina. Ögmundur Jónasson óttast ekki að ákvörðun hans hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég held að það geti ekki truflað stjórnarsamstarfið þótt farið sé að íslenskum lögum," segir hann og býst við að allir horfi á málið af sanngirni. Sú von rímar illa við afstöðu fjölmargra í Samfylkingunni sem Fréttablaðið ræddi við. Þar gætti mjög pirrings á vinstri grænum. Þar á bæ væri fólk duglegt að hafna úrræðum en heldur skorti á að komið væri með nýjar tillögur. Kallað var eftir atvinnustefnu flokksins. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja að kvótamálin séu erfiðasta úrlausnarefni stjórnarinnar. Frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var lagt fram í vor en vísað til frekari úrvinnslu. Á ríkisstjórnarfundi í gær var ákveðið að taka málið úr höndum ráðherra og setja í ráðherranefnd. Samfylkingarfólk kvartar yfir því að Jón haldi þeirri vinnu þétt að sér. Ljóst sé að deilur verði um málið en ráðherra láti ekkert uppi um innihald frumvarpsins. Jón er einnig aðalleikandinn í öðru ágreiningsmáli; aðildarumsókninni að Evrópusambandinu. Þar þykir Samfylkingarfólki Jón hafa dregið lappirnar og ekki farið eftir samþykkt Alþingis. Vonir þeirra glæddust þó á dögunum þegar utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, tilkynnti á nefndarfundi að vinna væri hafin í landbúnaðarráðuneytinu í áætlun um umsóknina. Áform Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um álagningu kolefnisgjalds á rafskaut hafa einnig valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Allt þetta samanlagt þykir Samfylkingarfólki sýna lítinn vilja samstarfsflokksins til aðgerða í þágu atvinnulífs og fjárfestinga. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu að málefni Grímsstaða og kolefnisgjaldið væri hægt að leysa í samningum. Hin tvö málin væru mun erfiðari viðfangs. Að öllu samanlögðu er ljóst að pirringur Samfylkingarfólks fer vaxandi. Einstaka áhrifamenn flokksins staðfestu það við Fréttablaðið að menn væru að vega og meta kosti og galla við annars konar stjórnarsamstarf, þá við Sjálfstæðisflokkinn. Það væri hins vegar umdeilt innan flokksins. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Hvaða áhrif hefur ákvörðun um Grímsstaði á Fjöllum á stjórnarsamstarfið? „Það er ekkert leyndarmál að fullt af fólki í flokknum er orðið pirrað," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að veita félagi í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo ekki heimild til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum hefur valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hafa báðir lagt áherslu á að kaupin yrðu heimiluð og Sigmundur Ernir segist hugsi um hvort hann styðji ríkisstjórnina. Ögmundur Jónasson óttast ekki að ákvörðun hans hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég held að það geti ekki truflað stjórnarsamstarfið þótt farið sé að íslenskum lögum," segir hann og býst við að allir horfi á málið af sanngirni. Sú von rímar illa við afstöðu fjölmargra í Samfylkingunni sem Fréttablaðið ræddi við. Þar gætti mjög pirrings á vinstri grænum. Þar á bæ væri fólk duglegt að hafna úrræðum en heldur skorti á að komið væri með nýjar tillögur. Kallað var eftir atvinnustefnu flokksins. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja að kvótamálin séu erfiðasta úrlausnarefni stjórnarinnar. Frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var lagt fram í vor en vísað til frekari úrvinnslu. Á ríkisstjórnarfundi í gær var ákveðið að taka málið úr höndum ráðherra og setja í ráðherranefnd. Samfylkingarfólk kvartar yfir því að Jón haldi þeirri vinnu þétt að sér. Ljóst sé að deilur verði um málið en ráðherra láti ekkert uppi um innihald frumvarpsins. Jón er einnig aðalleikandinn í öðru ágreiningsmáli; aðildarumsókninni að Evrópusambandinu. Þar þykir Samfylkingarfólki Jón hafa dregið lappirnar og ekki farið eftir samþykkt Alþingis. Vonir þeirra glæddust þó á dögunum þegar utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, tilkynnti á nefndarfundi að vinna væri hafin í landbúnaðarráðuneytinu í áætlun um umsóknina. Áform Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um álagningu kolefnisgjalds á rafskaut hafa einnig valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Allt þetta samanlagt þykir Samfylkingarfólki sýna lítinn vilja samstarfsflokksins til aðgerða í þágu atvinnulífs og fjárfestinga. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu að málefni Grímsstaða og kolefnisgjaldið væri hægt að leysa í samningum. Hin tvö málin væru mun erfiðari viðfangs. Að öllu samanlögðu er ljóst að pirringur Samfylkingarfólks fer vaxandi. Einstaka áhrifamenn flokksins staðfestu það við Fréttablaðið að menn væru að vega og meta kosti og galla við annars konar stjórnarsamstarf, þá við Sjálfstæðisflokkinn. Það væri hins vegar umdeilt innan flokksins. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira