Enski boltinn

Mancini: Heimskulegt ef leikmenn styðja mig ekki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mancini með Balotelli.
Mancini með Balotelli.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, segist njóta fulls stuðnings leikmanna liðsins. Það sem meira er þá segir hann að það væri heimskulegt af leikmönnum að styðja hann ekki.

Það hefur margt verið ritað um liðsandann hjá Man. City í vetur sem þykir víst ekki vera upp á marga fiska. Sérstaklega hefur Mario Balotelli verið duglegur að æsa upp í mannskapnum.

City mætir Man. Utd um helgina í leik ársins fyrir City því í húfi er leikur í úrslitum enska bikarsins.

"Ég held að leikmenn styðji mig. Annað væri heimskulegt af þeim. Það er nauðsynlegt að við stöndum allir saman því við getum unnið fyrsta bikarinn saman," sagði Mancini.

"Leikmennirnir eiga að vita hversu mikilvægur leikurinn er sem bíður. Það verða allir að gefa 100 prósent. Við eigum að njóta okkar því við höfum tekið miklum framförum á einu ári."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×