Páll Óskar við fermingarbörnin: Bannað að fara í fýlu! Erla Hlynsdóttir skrifar 15. apríl 2011 15:38 „Þið eruð algert æði," sagði Páll Óskar við fermingarbörnin sem fermdust borgaralega Mynd: Sidmennt.is „Ég trúi því að við séum öll alveg ógeðslega klár í einhverju. Við höfum öll einhverja geggjaða hæfileika á einhverjum sviðum. Við fengum öll einhverja mikla gjöf þegar við fæddumst," sagði Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður í ávarpi sínu til fermingarbarna sem fermdust borgaralega síðasta sunnudag. Athöfnin var á vegum Siðmenntar og fór fram í Háskólabíói. Fermingarbörn voru 176 og hafa aldrei fleiri fermst borgaralega. Páll Óskar óskaði fermingarbörnum kærlega til hamingju með daginn. „Það er alveg aðdáunarvert að það sé svo mikið af unglingum sem spyrja sig sjálf krefjandi spurninga og gleypi ekki við öllu umhugsunarlaust, og gangi í gegnum sína fermingu á siðferðislegum og heimspekilegum grunni. Þið eruð algert æði," sagði hann.Engin útskrift úr sjálfsvirðingarskólanum Hann lagði mikla áherslu á að unglingar reyndu að sporna við útlitsdýrkun samtímans og fengju tækifæri til að blómasta sem þau sjálf. „Ég er ekki að ætlast til þess að 13 ára unglingar viti hvað sjálfsvirðing er - en ég get lofað ykkur því - að sjálfvirðingin verður örugglega eitt stærsta verkefni ykkar í lífinu. Þið eigið eftir að þurfa að skoða ykkar sjálfsvirðingu og hvað hún nákvæmlega liggur - það sem eftir er æfinnar. Það er engin útskrift úr sjálfsvirðingarskólanum. Maður þarf að vakta hana á hverjum degi. Maður veit í rauninni ekkert hvað svona hugtök þýða fyrr en maður fær að reyna þau á eigin skinni, Manneskja sem er með sjálfvirðinguna í jafnvægi, er mjög sátt við það hvernig hún lítur út. Hún fílar sjálfa sig. Manneskja með sjálfsvirðingu hefur enga sérstaka þörf á að líta út eins og Jennifer Aniston, eða Arnold Schwarzenegger. Manneskja með sjálfsvirðingu fílar að vera nákvæmlega eins og hún er. Það er mun skárra að vera frumeintakið af sjálfum sér, heldur en að vera léleg kópía af einhverjum öðrum," sagði hann.Ekki dópa og borðið grænmeti Páll Óskar lauk ræðunni á því að gefa unglingunum þau heilræði sem hann fer sjálfur eftir í lífinu: „Ekki reykja, ekki drekka, ekki dópa, borðið mikið grænmeti, ekki borða mikið af steiktum og brösuðum mat, reynið að borða eins orginal mat og hægt er, hreyfið ykkur í takt við það sem þið borðið, fáðu þér vinnu sem þér finnst skemmtileg, ekki fara með rifrildi upp í rúm, leysið frekar deilumál á staðnum, syngið eins og enginn sé að hlusta, dansið eins og enginn sé að horfa - og svo er bannað að fara í fýlu" Ávarp Páls Óskars má lesa í heild sinni á vef Siðmenntar. Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
„Ég trúi því að við séum öll alveg ógeðslega klár í einhverju. Við höfum öll einhverja geggjaða hæfileika á einhverjum sviðum. Við fengum öll einhverja mikla gjöf þegar við fæddumst," sagði Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður í ávarpi sínu til fermingarbarna sem fermdust borgaralega síðasta sunnudag. Athöfnin var á vegum Siðmenntar og fór fram í Háskólabíói. Fermingarbörn voru 176 og hafa aldrei fleiri fermst borgaralega. Páll Óskar óskaði fermingarbörnum kærlega til hamingju með daginn. „Það er alveg aðdáunarvert að það sé svo mikið af unglingum sem spyrja sig sjálf krefjandi spurninga og gleypi ekki við öllu umhugsunarlaust, og gangi í gegnum sína fermingu á siðferðislegum og heimspekilegum grunni. Þið eruð algert æði," sagði hann.Engin útskrift úr sjálfsvirðingarskólanum Hann lagði mikla áherslu á að unglingar reyndu að sporna við útlitsdýrkun samtímans og fengju tækifæri til að blómasta sem þau sjálf. „Ég er ekki að ætlast til þess að 13 ára unglingar viti hvað sjálfsvirðing er - en ég get lofað ykkur því - að sjálfvirðingin verður örugglega eitt stærsta verkefni ykkar í lífinu. Þið eigið eftir að þurfa að skoða ykkar sjálfsvirðingu og hvað hún nákvæmlega liggur - það sem eftir er æfinnar. Það er engin útskrift úr sjálfsvirðingarskólanum. Maður þarf að vakta hana á hverjum degi. Maður veit í rauninni ekkert hvað svona hugtök þýða fyrr en maður fær að reyna þau á eigin skinni, Manneskja sem er með sjálfvirðinguna í jafnvægi, er mjög sátt við það hvernig hún lítur út. Hún fílar sjálfa sig. Manneskja með sjálfsvirðingu hefur enga sérstaka þörf á að líta út eins og Jennifer Aniston, eða Arnold Schwarzenegger. Manneskja með sjálfsvirðingu fílar að vera nákvæmlega eins og hún er. Það er mun skárra að vera frumeintakið af sjálfum sér, heldur en að vera léleg kópía af einhverjum öðrum," sagði hann.Ekki dópa og borðið grænmeti Páll Óskar lauk ræðunni á því að gefa unglingunum þau heilræði sem hann fer sjálfur eftir í lífinu: „Ekki reykja, ekki drekka, ekki dópa, borðið mikið grænmeti, ekki borða mikið af steiktum og brösuðum mat, reynið að borða eins orginal mat og hægt er, hreyfið ykkur í takt við það sem þið borðið, fáðu þér vinnu sem þér finnst skemmtileg, ekki fara með rifrildi upp í rúm, leysið frekar deilumál á staðnum, syngið eins og enginn sé að hlusta, dansið eins og enginn sé að horfa - og svo er bannað að fara í fýlu" Ávarp Páls Óskars má lesa í heild sinni á vef Siðmenntar.
Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent