Páll Óskar við fermingarbörnin: Bannað að fara í fýlu! Erla Hlynsdóttir skrifar 15. apríl 2011 15:38 „Þið eruð algert æði," sagði Páll Óskar við fermingarbörnin sem fermdust borgaralega Mynd: Sidmennt.is „Ég trúi því að við séum öll alveg ógeðslega klár í einhverju. Við höfum öll einhverja geggjaða hæfileika á einhverjum sviðum. Við fengum öll einhverja mikla gjöf þegar við fæddumst," sagði Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður í ávarpi sínu til fermingarbarna sem fermdust borgaralega síðasta sunnudag. Athöfnin var á vegum Siðmenntar og fór fram í Háskólabíói. Fermingarbörn voru 176 og hafa aldrei fleiri fermst borgaralega. Páll Óskar óskaði fermingarbörnum kærlega til hamingju með daginn. „Það er alveg aðdáunarvert að það sé svo mikið af unglingum sem spyrja sig sjálf krefjandi spurninga og gleypi ekki við öllu umhugsunarlaust, og gangi í gegnum sína fermingu á siðferðislegum og heimspekilegum grunni. Þið eruð algert æði," sagði hann.Engin útskrift úr sjálfsvirðingarskólanum Hann lagði mikla áherslu á að unglingar reyndu að sporna við útlitsdýrkun samtímans og fengju tækifæri til að blómasta sem þau sjálf. „Ég er ekki að ætlast til þess að 13 ára unglingar viti hvað sjálfsvirðing er - en ég get lofað ykkur því - að sjálfvirðingin verður örugglega eitt stærsta verkefni ykkar í lífinu. Þið eigið eftir að þurfa að skoða ykkar sjálfsvirðingu og hvað hún nákvæmlega liggur - það sem eftir er æfinnar. Það er engin útskrift úr sjálfsvirðingarskólanum. Maður þarf að vakta hana á hverjum degi. Maður veit í rauninni ekkert hvað svona hugtök þýða fyrr en maður fær að reyna þau á eigin skinni, Manneskja sem er með sjálfvirðinguna í jafnvægi, er mjög sátt við það hvernig hún lítur út. Hún fílar sjálfa sig. Manneskja með sjálfsvirðingu hefur enga sérstaka þörf á að líta út eins og Jennifer Aniston, eða Arnold Schwarzenegger. Manneskja með sjálfsvirðingu fílar að vera nákvæmlega eins og hún er. Það er mun skárra að vera frumeintakið af sjálfum sér, heldur en að vera léleg kópía af einhverjum öðrum," sagði hann.Ekki dópa og borðið grænmeti Páll Óskar lauk ræðunni á því að gefa unglingunum þau heilræði sem hann fer sjálfur eftir í lífinu: „Ekki reykja, ekki drekka, ekki dópa, borðið mikið grænmeti, ekki borða mikið af steiktum og brösuðum mat, reynið að borða eins orginal mat og hægt er, hreyfið ykkur í takt við það sem þið borðið, fáðu þér vinnu sem þér finnst skemmtileg, ekki fara með rifrildi upp í rúm, leysið frekar deilumál á staðnum, syngið eins og enginn sé að hlusta, dansið eins og enginn sé að horfa - og svo er bannað að fara í fýlu" Ávarp Páls Óskars má lesa í heild sinni á vef Siðmenntar. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
„Ég trúi því að við séum öll alveg ógeðslega klár í einhverju. Við höfum öll einhverja geggjaða hæfileika á einhverjum sviðum. Við fengum öll einhverja mikla gjöf þegar við fæddumst," sagði Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður í ávarpi sínu til fermingarbarna sem fermdust borgaralega síðasta sunnudag. Athöfnin var á vegum Siðmenntar og fór fram í Háskólabíói. Fermingarbörn voru 176 og hafa aldrei fleiri fermst borgaralega. Páll Óskar óskaði fermingarbörnum kærlega til hamingju með daginn. „Það er alveg aðdáunarvert að það sé svo mikið af unglingum sem spyrja sig sjálf krefjandi spurninga og gleypi ekki við öllu umhugsunarlaust, og gangi í gegnum sína fermingu á siðferðislegum og heimspekilegum grunni. Þið eruð algert æði," sagði hann.Engin útskrift úr sjálfsvirðingarskólanum Hann lagði mikla áherslu á að unglingar reyndu að sporna við útlitsdýrkun samtímans og fengju tækifæri til að blómasta sem þau sjálf. „Ég er ekki að ætlast til þess að 13 ára unglingar viti hvað sjálfsvirðing er - en ég get lofað ykkur því - að sjálfvirðingin verður örugglega eitt stærsta verkefni ykkar í lífinu. Þið eigið eftir að þurfa að skoða ykkar sjálfsvirðingu og hvað hún nákvæmlega liggur - það sem eftir er æfinnar. Það er engin útskrift úr sjálfsvirðingarskólanum. Maður þarf að vakta hana á hverjum degi. Maður veit í rauninni ekkert hvað svona hugtök þýða fyrr en maður fær að reyna þau á eigin skinni, Manneskja sem er með sjálfvirðinguna í jafnvægi, er mjög sátt við það hvernig hún lítur út. Hún fílar sjálfa sig. Manneskja með sjálfsvirðingu hefur enga sérstaka þörf á að líta út eins og Jennifer Aniston, eða Arnold Schwarzenegger. Manneskja með sjálfsvirðingu fílar að vera nákvæmlega eins og hún er. Það er mun skárra að vera frumeintakið af sjálfum sér, heldur en að vera léleg kópía af einhverjum öðrum," sagði hann.Ekki dópa og borðið grænmeti Páll Óskar lauk ræðunni á því að gefa unglingunum þau heilræði sem hann fer sjálfur eftir í lífinu: „Ekki reykja, ekki drekka, ekki dópa, borðið mikið grænmeti, ekki borða mikið af steiktum og brösuðum mat, reynið að borða eins orginal mat og hægt er, hreyfið ykkur í takt við það sem þið borðið, fáðu þér vinnu sem þér finnst skemmtileg, ekki fara með rifrildi upp í rúm, leysið frekar deilumál á staðnum, syngið eins og enginn sé að hlusta, dansið eins og enginn sé að horfa - og svo er bannað að fara í fýlu" Ávarp Páls Óskars má lesa í heild sinni á vef Siðmenntar.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira