Enski boltinn

Arsenal ætla að stela Reina frá Liverpool

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Wenger vill fá Reina.
Wenger vill fá Reina.

Arsenal eru sagðir ólmir vilja fá, Pepe Reina, markvörð Liverpool, í sínar raðir en Liverpool eiga í miklum fjárhagsvandræðum og gæti farið svo að selja þurfi spænska markvörðinn.

Samkvæmt Sunday Express er Pepe Reina á óskalistanum hjá Arsene Wenger, stjóra Arsenal, en markverðir Arsenal-liðsins þeir Manual Almunia og Lukasz Fabianski hafa engan veginn staðist undir væntingum í vetur.

Reina sem er 27 ára gamall gekk til liðs við Liverpool árið 2005 en leikmaðurinn skrifaði nýverið undir fimm ára samning við félagið. Í ljósi þess að vonir Liverpool um meistaradeildarsæti verða minni með hverjum degi gæti verið að markvörðurinn knái vilji færa sig um set.

Arsene Wenger hefur verið að skoða marga markmenn og hafa nöfn eins og Hugo Lioris hjá Lyon og Rene Adler markvörður Bayern Leverkusen verið nefndir til sögunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×