Innlent

Efnahagslífið enn brothætt

Ben bernanke Seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir ekki tímabært að draga úr stuðningi við fjármálamarkaðinn. Fréttablaðið/AP
Ben bernanke Seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir ekki tímabært að draga úr stuðningi við fjármálamarkaðinn. Fréttablaðið/AP

efnahagsmál Bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað á þriðjudag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum.

Ben Bernanke seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunarfundi hagvöxt ekki hafa tekið nægilega við sér sem réttlæti hækkun vaxta. Bloomberg-fréttastofan segir aðra seðlabankastjóra sama sinnis. Þar á meðal ætli japanski seðlabankinn að tvöfalda lánapakka sinn til að styðja við efnahagsbatann með lánveitingum til fyrirtækja og einstaklinga. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×