Enski boltinn

Barcelona segist virða ákvörðun Arsenal að selja ekki Fabregas

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Gerard Pique og Fabregas spila ekki saman á næstu leiktíð.
Gerard Pique og Fabregas spila ekki saman á næstu leiktíð. AFP
Varaforseti Barcelona segir að félagið sé hætt við að kaupa Cesc Fabregas frá Arsenal, í sumar í það minnsta. Arsenal lauk reyndar sögunni í gær en Barcelona staðfestir nú að það muni ekki bjóða aftur í miðjumanninn.

Fjölmiðlar héldu því sumir hverjir fram að Fabregas vildi enn fara í sumar en svo verður ekki.

"Bæði stjórnin og þjálfarinn Pep Guardiola vilja Fabregas, en það er mjög erfitt að bæta sambandið við Arsenal," sagði Jose Maria Bartomeu, varaforseti.

"Við ræddum við klúbbinn og þeir sögðu okkur að hann væri ekki til sölu. Það eru því engar viðræður í gangi."

"Við óskum þess að sambandið á milli Fabregas og stjóra hans Arsene Wenger fari aftur í eðlilegt horf og við virðum ósk Arsenal um að vilja ekki selja leikmanninn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×