Skólastjórnenda að ákveða hvort trúfélög heimsæki skólana Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. október 2010 15:35 Skólastjórnendur eiga að geta heimilað heimsóknir trúfélaga í skóla sína, svo fremi sem viðunandi starf sé í skólunum á meðan fyrir þá sem ekki eru að sækja slíkt starf. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits mennta- og menningamálaráðuneytisins sem unnið hefur verið út frá mannréttindasáttmála Evrópu. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að mikilvægt væri að vega það og meta hvenær trúfélög þyki vera komin of mikið inn i skólastarf. „Við þurfum að hafa í huga hvernig þessu er háttað," segir Katrín. Það var Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði Katrínu út í málið. Hann vakti athygli á drögum að ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög sem kynnt var fyrir helgi. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verði heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. Katrín sagðist þurfa að kynna sér betur hvað mannréttindaráð Reykjavíkurborgar væri að boða. Árni sagði augljóst að ráðuneytið tæki ekki undir það yfirboð sem fælist í ályktun mannréttindaráðsins. Hann fagnaði því. Tengdar fréttir Formaður menntaráðs: Skólinn verður að vera hlutlaus í trúmálum Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar vill draga skýra línu þegar kemur að ásælni trúfélaga inn í leik- og grunnskóla. Hún fagnar drögum að ályktun sem meirihluti mannréttindaráðs borgarinnar lagði fram í vikunni sem fjallar um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélag á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 16. október 2010 13:46 Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19 Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Skólastjórnendur eiga að geta heimilað heimsóknir trúfélaga í skóla sína, svo fremi sem viðunandi starf sé í skólunum á meðan fyrir þá sem ekki eru að sækja slíkt starf. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits mennta- og menningamálaráðuneytisins sem unnið hefur verið út frá mannréttindasáttmála Evrópu. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að mikilvægt væri að vega það og meta hvenær trúfélög þyki vera komin of mikið inn i skólastarf. „Við þurfum að hafa í huga hvernig þessu er háttað," segir Katrín. Það var Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði Katrínu út í málið. Hann vakti athygli á drögum að ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög sem kynnt var fyrir helgi. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verði heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. Katrín sagðist þurfa að kynna sér betur hvað mannréttindaráð Reykjavíkurborgar væri að boða. Árni sagði augljóst að ráðuneytið tæki ekki undir það yfirboð sem fælist í ályktun mannréttindaráðsins. Hann fagnaði því.
Tengdar fréttir Formaður menntaráðs: Skólinn verður að vera hlutlaus í trúmálum Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar vill draga skýra línu þegar kemur að ásælni trúfélaga inn í leik- og grunnskóla. Hún fagnar drögum að ályktun sem meirihluti mannréttindaráðs borgarinnar lagði fram í vikunni sem fjallar um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélag á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 16. október 2010 13:46 Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19 Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Formaður menntaráðs: Skólinn verður að vera hlutlaus í trúmálum Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar vill draga skýra línu þegar kemur að ásælni trúfélaga inn í leik- og grunnskóla. Hún fagnar drögum að ályktun sem meirihluti mannréttindaráðs borgarinnar lagði fram í vikunni sem fjallar um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélag á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 16. október 2010 13:46
Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varafulltrúi Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. 15. október 2010 15:19
Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47