Enski boltinn

Ajax vann Chelsea í æfingaleik

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Turnbull var hrikalegur í dag.
Turnbull var hrikalegur í dag. AFP
Chelsea tapaði fyrir Ajax í æfingaleik félaganna sem var að ljúka. Lokatölur voru 3-1 fyrir hollenska liðið og ljóst er að mikil markmannsvandræði eru framundan hjá Chelsea.

Petr Cech verður frá í mánuð og Ross Turnbull leit hrikalega út í dag. Fyrsta markið var sjálfsmark þar sem Jeffrey Bruma kom líklega við boltann en hann fór af Turnbull og í markið.

Chelsea jafnaði með marki frá Daniel Sturridge en Siem de Jong kom Ajax aftur yfir með fáránlegu marki.

Turnbull var að ná í bolta við vítateislínuna en rann út úr teignum. Hann hélt ekki boltanum og de Jong hirti boltann og skoraði í tómt markið.

Á lokasekúndunum innsiglaði Ajax svo 3-1 sigur sinn.

Chelsea spilaði með varaliðið sitt í dag enda stjörnurnar flestar enn í fríi eftir HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×