Íslenski boltinn

Guðmundur lék með KR í gær - Guðjón horfði á

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðmundur Reynir Gunnarsson. Mynd/Arnþór
Guðmundur Reynir Gunnarsson. Mynd/Arnþór

Um helgina gengu KR-ingar frá lánssamningunum við þá Guðmund Reyni Gunnarsson og Guðjón Baldvinsson. Koma þeir á láni út leiktíðina frá sænska liðinu GAIS þar sem þeir hafa ekki náð að festa sig í sessi.

Guðmundur Reynir lék með KR í gær þegar liðið vann 3-2 sigur á Keflavík í Lengjubikarnum. Hann lék allan leikinn í vinstri bakverðinum en Jordao Diogo var fjarri góðu gamni í KR-liðinu.

Guðmundur Reynir er uppalinn KR-ingur en fleiri félög hér á landi reyndu að fá hann lánaðan fyrir sumarið. Sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson var meðal áhorfenda í Egilshöllinni í gær en hann er ekki kominn með leikheimild strax. Guðjón lék með KR sumarið 2008 þegar liðið varð bikarmeistari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×