Fótbolti

Berger hættur í knattspyrnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrik Berger í leik með Aston Villa árið 2007.
Patrik Berger í leik með Aston Villa árið 2007. Nordic Photos / Getty Images
Tékkinn Patrik Berger hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa barist lengi við erfið meiðsli.

Berger lék á ferlinum með Liverpool, Portsmouth, Aston Villa og Stoke en lék síðast með Sparta Prag í heimalandinu. Hann er 36 ára gamall og lék síðast í ágúst síðastliðnum. Hnémeiðsli hafa gert það að verkum að hann hefur ákveðið að hætta.

Hann lék einnig með Borussia Dortmund í Þýskalandi og á að baki 40 leiki með tékkneska landsliðinu. Hann skoraði í þeim átján mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×