Íslenski boltinn

Helgi afgreiddi sína gömlu félaga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Helgi í leik með Val.
Helgi í leik með Val.

Gunnlaugur Jónsson fer ekki vel af stað sem þjálfari Vals því liðið tapaði opnunarleik sínum í Reykjavíkurmótinu gegn Víkingi.

Víkingur vann leikinn, 2-1, og það var fyrrum Valsmaðurinn Helgi Sigurðsson sem skoraði sigurmark Víkings í leiknum.

Valsmenn byrjuðu leikinn reyndar vel því Húsvíkingurinn Baldur Ingimar Aðalsteinsson kom þeim yfir í leiknum.

Sigurður Egill Lárusson jafnaði metin fyrir Víking og Helgi kláraði svo leikinn.

Upplýsingar eru fengnar frá fótbolti.net.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×