Tryggvi: Fengum stressaðan dómara Elvar Geir Magnússon skrifar 21. júní 2010 07:30 Tryggvi Guðmundsson. KR vann 1-0 sigur á ÍBV í Pepsi-deildinni í gær en eina mark leiksins kom á 89. mínútu. Eyjamenn áttu ekki skilið að fara tómhentir úr leiknum og Tryggvi Guðmundsson var eðlilega fúll eftir leik. „Þetta er skelfilegt. Ég tek mikla sök á mig þar sem ég klúðraði líklega stærsta dauðafæri okkar í leiknum. Það er ansi dapurt að fá ekkert úr þessu," sagði Tryggvi sem misnotaði vítaspyrnu í leiknum. „Við sköpuðum miklu meiri hættu og vorum betri heilt yfir." Tryggvi var alls ekki sáttur við frammistöðu Þorvaldar Árnasonar dómara. KR-ingar voru stálheppnir að ljúka fyrri hálfleiknum ellefu en Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefði réttilega átt að fá sitt annað gula spjald í fyrri hálfleik og þar með rautt. „Ég ætla ekki að kenna manninum um en við fengum mjög stressaðan dómara í dag. Ég sé ekki stigsmuninn á þessum brotum hjá Grétari sem koma þarna með smá millibili. Honum var sleppt í seinna skiptið bara því hann var kominn með gult. Ég yppti öxlum yfir þessari ákvörðun og hann vildi meina að ég væri með látbragðsleik fyrir stúkuna og ég fékk sjálfur gult. Ég sagði ekki eitt einasta orð." Hann vill þó ekki skella skuldinni alfarið á dómarann. „Við verðum að bíta í skjaldarrendur. Við getum sjálfum okkur um kennt, við fengum fullt af færum. Við erum að spila flottan fótbolta og verðum að halda áfram," sagði Tryggvi Guðmundsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
KR vann 1-0 sigur á ÍBV í Pepsi-deildinni í gær en eina mark leiksins kom á 89. mínútu. Eyjamenn áttu ekki skilið að fara tómhentir úr leiknum og Tryggvi Guðmundsson var eðlilega fúll eftir leik. „Þetta er skelfilegt. Ég tek mikla sök á mig þar sem ég klúðraði líklega stærsta dauðafæri okkar í leiknum. Það er ansi dapurt að fá ekkert úr þessu," sagði Tryggvi sem misnotaði vítaspyrnu í leiknum. „Við sköpuðum miklu meiri hættu og vorum betri heilt yfir." Tryggvi var alls ekki sáttur við frammistöðu Þorvaldar Árnasonar dómara. KR-ingar voru stálheppnir að ljúka fyrri hálfleiknum ellefu en Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefði réttilega átt að fá sitt annað gula spjald í fyrri hálfleik og þar með rautt. „Ég ætla ekki að kenna manninum um en við fengum mjög stressaðan dómara í dag. Ég sé ekki stigsmuninn á þessum brotum hjá Grétari sem koma þarna með smá millibili. Honum var sleppt í seinna skiptið bara því hann var kominn með gult. Ég yppti öxlum yfir þessari ákvörðun og hann vildi meina að ég væri með látbragðsleik fyrir stúkuna og ég fékk sjálfur gult. Ég sagði ekki eitt einasta orð." Hann vill þó ekki skella skuldinni alfarið á dómarann. „Við verðum að bíta í skjaldarrendur. Við getum sjálfum okkur um kennt, við fengum fullt af færum. Við erum að spila flottan fótbolta og verðum að halda áfram," sagði Tryggvi Guðmundsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira