Enski boltinn

Martin O'Neill tilbúinn að selja James Milner

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Milner.
James Milner. Mynd/AFP
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, segist vera tilbúinn í að selja landsliðsmanninn James Milner frá félaginu eftir að Milner lýsti því yfir að hann vilji fara.

Manchester City hefur mikinn áhuga á að næla í James Milner en Aston Villa hefur þegar hafnað 20 milljón punda tilboði City í leikmanninn. Villa keypti James Milner á 12 milljónir punda frá Newcastle fyrir tveimur árum.

Fari svo að James Milner verði seldur er þetta annað árið í röð sem félagið selur sína stærstu stjörnu en Manchester City keypti Gareth Barry fyrir tólf milljónir punda fyrir ári síðan.

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur sagt það að Milner sé enn á innkaupalistanum en þar eru einnig fleiri sterkir leikmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×