Enski boltinn

Van der Vaart ætlar ekki til Englands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Van der Vaart í leik með Real Madrid.
Van der Vaart í leik með Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart segir að það sé rangt að hann sé á leið í ensku úrvalsdeildina.

Van der Vaart hefur verið sagður áhugasamur um að fara frá Real Madrid þar sem hann hefur lítið fengið að spila og var sterklega orðaður við Liverpool og Chelsea. Haft var eftir honum að hann gæti varla hafnað tækifæri að spila með öðru hvoru liðanna.

„Ég er harðákveðinn í að vera áfram hjá Real Madrid," sagði van der Vaart í samtali við hollenska fjölmiðla. „Ég vil vera áfram á Spáni og taka þátt í velgengni Real."

„Enskir fjölmiðlar hafa haft rangt eftir mér og er það mikil synd. Það er einfaldlega rangt það sem komið hefur fram í þeim."

Van der Vaart gekk í raðir Real Madrid frá Hamburg árið 2008 en hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði Real.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×